Draumar
Ég dreymdi 2 ljótustu drauma sem ég hef á ævinni dreymt í nótt.
Fyrst dreymdi ég að ég gæti ekki opnað augun, það var eins og einhver hafði saumað saman á mér auglokin, ég reyndi að kreista upp á mér auglokunum en allt kom fyrir ekki og í restina var ég farin að sætta mig við að ég væri einfaldlega blind. Loksins eftir öll átökin og þegar ég vaknaði muldraði ég -"ég sé, ég sé". Því miður var Mr. Jones ekki sofnaður og á eftir að gera endalaust grín af mér!!
Seinni draumurinn var sá að Mr. Jones væri haldinn sjúklegri fullkomnunaráráttu og þá meina ég 100 sinnum meiri en ég hef. Þannig var, að dósirnar í skápunum urðu að snúa rétt og ísskápurinn var skipulagður eftir liti matvæla. Þetta var hryllileg martröð.
Ef einhver veit hvað þessir draumar tákna, plís látið mig vita!!!
laugardagur, júní 10, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þú ert sæu skipulagðasta sem ég veit um, svo ég held að þetta tákni að þú verðir að fara að láta undan og hafa smá keios í skringum þig. Hætta að einblína á hvað allt á að vera í röð og reglu. Be loose!!
Þessi draumráðning var í boði
dra(u)matísku línunar 900-1234.
kv.frida.
ehe... það er alveg rétt ! Skipulagt keios.
kv. Gugga
p.s. Hvenær kemur Bloggsíða Fridu?
Skrifa ummæli