fimmtudagur, apríl 06, 2006
2 dagar í sunnanferð, alltaf fær maður jafn mörg fiðrildi magann við tilhugsina sem fylgir innanlandsflugi enda hafa síðustu sunnan og norðan ferðir einkennst af miklum hristingi og vonskuveðri. Eins og mér þykir gaman að ferðast leiðast mér jafnmikið flugferðir. 45 mínútur geta virst sem heil eilífð í mínum augum í Fokker 50 vél. Alltaf er samt jafngaman að koma á heimaslóðirnar og hitta fjölskylduna, ekki spillir fyrir að Sys er nýkomin frá DK og með það nýjasta frá H&M í farteskinu svo ekki sé nú minnst á tollinn. Partý, fermingarveisla og afmæli... Lofar góðu!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Er von á dirty weekend in Reykjavík?
kv. frida
hahhaa... ekki svo! en þegar ég og systir mín skemmtum okkur saman er voðin vís!
Skrifa ummæli