Ofmetin Akureyri II edition
Eftir að hafa búið í 4 ár á Akureyri má segja að aðlögun mín við Akureyri sé enn ekki lokið. Það er margt hér ansi spánskt fyrir sjónum manneskju sem er fædd og uppalin í Reykjavíkinni, capitalé Islandia.
Annað hvort á fólk eftir að hata mig eða elska eftir þessa færslu, sjáum til...
Greifapizza
Hef aldrei skilið hvað er svona geggjað við Greifapizzu. "Bestu pizzur í heimi" segja Norðanmenn. Þessar pizzur eru hvorki góðar né vondar. Annað hvort eru Akureyringar bragðlaukablindir, trúír sínum heimamönnum eða hafa ekki smakkað margar pizzur í heiminum. Ég ráðlegg Akureyringum nær og fjær að leggja leið sína á Eldsmiðjupizzu eða Pizza di´Oliver á Ítalíu, þá vita allir hvað ég meina.
Brynjuís
"Besti ís í heimi" fyrir smekk Akureyringa. Í sannleika sagt hef ég gefið Brynjuís 7 tækifæri og ég verð bara að segja að Álfheimaísinn er ekkert verri!
Rúnturinn
Ein blóðugasta sjón á Akureyri. Allir á stífbónuðum köggunum að rúnta sama hringinn (í kringum fimm hús), flautandi, gefandi í, með Skítamóral í botni í útvarpstækjunum og étandi Brynjuís. HVAÐ ER AÐ!!! Það er ekki eins og það séu ekki kaffihús, videóleigur eða bíó á svæðinu!? Get lives u people.
Klíkurnar
Akureyringar eru ekki svo frábrugðir Thaílendingum, hópast saman í einhverjum gengjum sem fáir útvaldir komast í tæri við. "Sportgengið", "Fráskildu eiginkonugengið", "djammgengið", "Kjarnaskógargengið", "Greifagengið" o.s.frv. Það er eins og það þurfi að minna þetta fólk á að Akureyri sé hluti af Íslandi og allir í skóginum eigi að vera vinir.
Sjallinn
Sjúskaðasti skemmtistaður á Íslandi. 7 kvennasalerni, stífluð, klósettpappírlaus, án læsingu, útæld eða útskitin. Ég veit ekki hvernig stelpur sem djamma á sjallanum fara að því að skvetta úr skvísunum?? Annars er þessi staður mjög hentugur fyrir fólk sem hefur gaman að skemmta sér með fólki 18 ára og yngri, bara muna eftir að birgja sig upp af pampers.
Bílarnir
Akureyringar líta á bílanna sína sem gæludýr. Ef þú ert á leið inn í bæinn á skítugum bíl verður þú pottþétt litinn hornauga. Hvort sem þú ert á Fiat Uno eða Bmw, farðu á fyrstu þvotta/bensínstöð sem þú sérð og þvoðu bílinn, ekki bara þvo, heldur tjöruhreinsa, sápubóna, pússa stuðara, glugga og felgur og síðast en ekki síst splæstu ylmspjald á spegilinn þá ertu alveg "save".
Ég vil taka fram að þrátt fyrir þessa dökku bletti eru ýmsir jákvæðir punktar við Akureyri m.a. þá eru flestir Akureyringar alveg fínir, náttúran er virkilega falleg, bókasafnið er gott, Friðrik V er bestur, sundlaugin þægileg, skemmtileg skautahöll, fín kaffihús (þó að djammið sé afleitt) og öll rólegheitin kærkomin.
mánudagur, febrúar 20, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Er hægt að aðlaðast Akureyri? Held ekki.
Ég gæti alla vega ekki borðað mikið af Brynjuís, hvað þá stundað rúntinn!
frida
gleymdi.. ég elska þig ;)
frida.
i love u 2 baby... hvernig var í England?? maður hittir aldrei á þig á MSN-inu
Ég hef nú aldrei séð betri greinargerð um Akureyringa í hnotskurn. En þetta er samt óttarlega ágætt fólk upp til hópa (bara með smá minnimáttarkennd).
k k.
Gunnar
Ég á samt nokkra uppáhalds-Akureyringa eins og t.d. Jonna minn, Hörpuna mína, Heiðu sem er náttúrlega alveg frábær, Tanju og Boggu sætu. Þannig að inn á milli leynast miklir gullmolar.
Er mín komin með samviskubit!
Akureyringar eru skrítnir upp til hópa alveg eins og Reykvíkingar!
frida fast and free forward
Skrifa ummæli