laugardagur, nóvember 05, 2005

Vika í viðjum lesturs.

Ég skal sko segja ykkur það að þessi vika er um leið búin að vera hrútleiðileg en í senn fjörug og frískandi:

AFREK VIKUNAR: Lestur 2 bóka, Tourism planning og The developement of sustainable tourism in Europe.

MISTÖK VIKUNAR: Spagetti eldamennska mín á stundum engin mörk, ætlaði að elda fyrir 10 manns en eldaði fyrir um 50 manns. Spagetti í boði fyrir svangalanga!

SETNING VIKUNAR:"..Drýpur af hvers mannsrassi!"

STAÐUR VIKUNAR: Eldhúsborðið

FATNAÐUR VIKUNAR: Gráar slitnar íþróttabuxur, fjólublár hlýrabolur og ullatátiljur prjónaðar af nöfnu minni (gamli góði próffiðringurinn!)

MAÐUR VIKUNAR: Lars Aronson umhverfisfræðingur og rithöfundur sem fer yfir mörkin í umhverfisverndun og vill að við skríðum aftur inn í torfkofanna okkur, hip kall!

KONA VIKUNAR: Mamma mín, sem er hinn mesti pólitíkus og ætti löngu að vera komin inn á þing, frábær hún mamma!!

KAKA VIKUNAR: ArkítektaKakan hennar Sys svíkur engann, flottasta kaka til þessa, kíkið á hana

Hér með er pistill vikunar kominn á framfæri, klukkan er gengin 17 mínútur yfir 12 og kominn tími á svefn, lifið heil!

1 ummæli:

Lorietta sagði...

farðu að blogga litla síldin þín
Er meira að segja búin að klukka þig!!!