Sumar, vetur, vor og haust...
Ég er orðin ansi þreytt á að bíða eftir sumrinu... vorið er rétt að koma, það blása svalir vindar og er ansi napurt. Samt virðist sem sumarboðar, misgóðir að vísu séu farnir að láta ljós sitt skína s.s. flugnaskítur á rúðum, dauðar og lifandi flugur á ótrúlegustu stöðum...fann eina undir koddanum mínum!, hunangsflugurnar ógurlegu, og það sem meira er járnsmiður á eldhúsgólfinu á meðan sit ég í kanínuullarsokkum og flíspeysu og held í vonina að sumarið hljóti nú bara að fara að koma. Farðu vondi vetur og gefðu okkur sól og hunangsflugur!!!
laugardagur, apríl 16, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli