Glæta spætan!
Það hefur svei mér allt breyst í þessu bloggi... enda hef ég ekki bloggað svo öldum skiptir! Núna þegar mömmustarfið er orðið hálfan daginn ætti ég að finna tíma í að halda uppi 2 heimasíðum ehaaagggii! Annars hefur lítið á daga mína drifið s.s 3 djömm, 789 bleyjuskiptingar, 5 ferðir til RVK, 1 ferð til Danmerkur og 1 ferð til Spánar og matur og svefn eins og gengur og gerist. Hef örugglega lært um 200 barnalög og skil barnamál með góðu móti... þetta er farið að hljóma eins og starfsumsókn, sem minnir mig á það að ég er að vinna og á að vera að vinna.... if I were a rich girl naanaanaanaanaaanaaaaaa.....!
þriðjudagur, febrúar 22, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli