föstudagur, október 17, 2003

Well... laus tími til að blogga síðan í júní.... geðveikt stuð að vera mamma :) Ég er nú orðin ansi léleg í blogginu og kann ekki shit, svo þið verðið að fyrirgefa mér. Nú var maður bara að koma frá Dk, frá Sys sem er gjörsamlega að meika það þarna úti, den lille pige!! hehehe... Roza var gaman að kíkja á hana. Jónas Elvar ofurkrútt var náttla í essinu sínu að hitta frænkuna sína og alla danina sem tala bara úglensku og drekka bjór meget glad. Jæja... en lífið snýst gjörsamlega við þegar maður verður foreldri það eina sem ég geri þessa daganna er að blanda graut, setja í þvottavél, brjóta saman þvotti og skipta á bleyjum þannig að ef ég ætti að tjá mig eitthvað hérna á blogginu snérist það um lítið annað en hvar ódýrustu bleyjurnar fengjust, hvaða straujárn virka best og hvaða barnagrautur og þurrmjólkur virka best blablabla... eitthvað sem enginn nennir hvorteðer að lesa um þannig að ég læt staðar numið og skrifa eitthvað þegar ég er komin í betra samband við umheiminn!!! búggalú & balli bimbó

Engin ummæli: