þriðjudagur, mars 18, 2003
Hefur ykkur einhverntíma liðið eins og lífið ykkar sé auglýsing... svona happy-auglýsing, t.d eins og símaauglýsingarnar eða matarauglýsingarnar þar sem allt er perfectismo, allir brosandi og rosa happy og allt svo hreint og fínt... mér er búin að líða svona í allann dag. Ég var sú týpa að hlægja að Brúðkaupsþættinum J'A og finnast símaauglýsingarnar hallærislegra en nokkuð annað. Ég veit ekki hvort þetta séu hormónarnir að tala eða ég að verða KLIKK. Var að skoða líf mitt í gegnum sjónauka í dag og sá gifta, hamingjusama og ólétta konu! Vildi bara láta ykkur vita að kannski er ég að verða KLIKK :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli