hmmm ... jæja fólkið mitt, bloggleiði dauðans er búin að liggja á herðum mér undanfarna daga enda hef ég ekki mikið sniðugt fram að færa. Enn 1 föstudagurinn í heimi óléttunar, þar sem aðalstuðið felst í að horfa á djúpu lauginna, strjúka bumbuna og borða poppkorn, sem er að vísu alls ekkert slæmt því maður vaknar gjörsamlega ferskur, frískur og kynþokkafullur í morgunsárið... eins og vinur okkar Frikki Weishappel orðaði það svo skemmtilega í útvarpinu í dag, það sem honum finnst a.m.k kynþokkafullt við konur er ólétta, ferskleiki og barnavagn :) Hver varð annars fyrir valinu á kynþokkafyllstu konu landsins??? veit það einhver?? Hvað er kynþokki? Látið mig vita hvað finnst ykkur?
laugardagur, febrúar 22, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli