Þessi dagur er búinn að vera sannkallaður ryksugudagur og heimilið mitt er flottara en flest heimili í bandarískum ajax-auglýsingum. Ég er ennþá södd eftir átkvöldið í gær.. fórum á Friðrik V og ég gjörsamlega úðaði í mig ítölskum mat og víni og hef sjaldan verið eins södd. Maginn er stór fyrir en í gær fann ég fyrir mjög svo ímynduðum samdráttarverkjum og hríðum í bland við túrverki, ... maður getur verið ferlega móðursjúkur þegar maður er óléttur !! annars ætla ég að "chilla bigtime" í kvöld því á morgun á minn heittelskaði ammæli og þá ætla ég að baka og og fá gesti og vera rosalega góð við manninn minn fríða :)
á meðan kveð ég og vona að allir hafi það beZt yfir þessa annars æðislegu helgi sem er senn á enda
laugardagur, janúar 25, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli