föstudagur, desember 21, 2007
fimmtudagur, nóvember 01, 2007
þriðjudagur, október 09, 2007
Þar sem ég hef verið hræðilegur bloggari undanfarið ætla ég að reyna að bæta það upp með slúðurfærslu:
1. Slúður no1.
Ég hef gengið í klúbb með Nicole Richie og Christinu Aguilera, sem gerir mig ekki að konu einsamalli!
2. Slúður no2.
Jodie Foster kíkti á hótelið okkar með fjölskyldunni sinni í sumar og borðaði mikla súrmjólk með sultu. "She really liked Iceland"
3. Slúður no3.
Leikritið Fló á skinni sem frumsýnt verður í desember á Akureyri er pjúra sannsögulegt!! Búið ykkur undir uppljóstrun leyndarmála frá "Sveitasetrinu Sveinbjarnargreiða" (sem btw er algjört undercovernafn) í Eyjafirðinum.
4. Slúður no4.
Nings á Akureyri framleiðir heilsurétti sem grenna fólk, því meira sem þú borðar, því meira grennist þú!! -- Til hvers að hoppa í ræktinni??
5. Slúður no5.
Blágrýtisklæðning manningarhússins á Akureyri er feik!! Klæðningin er búin til úr bræddum plastflöskum sem finnast á Ráðhústorginu á föstud. og laugard. kvöldum. Pólverjar voru fengnir til verksins.
Blesssssssss... SSSSSweetiesssssss!
fimmtudagur, apríl 05, 2007
Akureyrarveikin
Nú er Hólaferðin á enda og var náttúrlega ólýsanlega gaman þar eins og alltaf, ég náði að festa myndir á stafrænt form en þar sem tölvan mín þurfti að gefa upp öndina í vikunni hefur mér ekki gefist tími til að koma inn myndum frá ferðinni. Nú er páskatörnin að byrja á hótelinu og svo tekur við túristatíminn uppúr því og próflestur. S.l. daga hef ég nagað eina nögl á dag fyrir hvern dag sem ég næ ekki að lesa og á aðeins tvær eftir, semsagt komin tími á að opna bækur. Annars er mín daglega klukka einhvað biluð því að um klukkan 17 á daginn er ég uppgefin af þreytu en svo um 21 er ég glaðvakandi og næ ekki að sofna fyrr en um 1 á nóttinni og á þessum tíma er ég ráfandi um og veit ekki hvað gera skal samt er ég rauð í augunum af þreytu og sleni... en ekki möguleiki að ég nenni að opna skólabækurnar. Hvað haldið þið að sé málið?
Síþreyta?
Pjúra leti?
Ofvirkni?
Eyrðaleysi?
Elli?
miðvikudagur, mars 21, 2007
Í sveitinni er allt að gerast og er eyrin sem kennd er við Akur að verða mjög fýsilegur staður til að búa á. Átak - líkamsræktarstöð hefur bjargað sálarlífi sveitavargsins sem var byrjaður að ganga fjöll í geðveiki sinni og talið er að hann hafi verið komið langleiðina til Reykjavíkur í einni slíkri ferð. Sveitavargurinn vaknar nú fyrir allar aldir og ræktir líkamann í 2 klst. á dag og fær sér svo orkuboost sem frískar upp á kroppinn. Nings hefur einnig fært bros á andlit Sveitavargsins sem elskar austurlenskan mat í tíma og ótíma.
Sveitavargurinn fer í óopinbera heimsókn til Baunalands í lok maí með fríðum flokki kvenna og verður þar verslað og sullað og að sjálfsögðu borðað mikið smörrebröd. Sveitavargurinn mun einnig heimsækja námsmenn í Aarhus og þá sérstaklega Sys sem áætlar kokteil-boð í tilefni heimsóknarinnar auk þess sem rædd verða helstu mál líðandi stundar.
Nú fer að líða að tíma alræmdu vorboðanna, eða ferðamannanna og mun Sveitavargurinn taka á mót fyrsta hóp Bandaríkjamanna í lok apríl. Mr. Jones verður fjarri öllu góðu gamni, við veiði í Minnivallalæk.
Senn koma páskar sem kalla aðeins á eitt hjá fjölskyldu Sveitavargsins: Skíði, lambahryggur að hætti pa & mö, stórt páskaegg, mjólkurglas og nokkrar ræmur eða skemmtilegar bækur til lestrar. Sem sagt sukk og svínarí um páskana í sveitinni.
laugardagur, mars 10, 2007
Myndir frá viðburðinum:
Alda að tala við móður sína á afar vandræðalegu mómenti :))
Þetta varð ákaflega listrænt kvöld
Við hönnuðum meira að segja okkar eigin skartgripalínu, aldagugga-design. Þarna er ég að módelast fyrir okkur.
Skvísan komin í gírinn
Alveg að komast í gírinn
Usssss....
Kollumynd af Öldu
Kollumynd af síldinni
föstudagur, febrúar 23, 2007
mánudagur, febrúar 19, 2007
sunnudagur, febrúar 18, 2007
Skyndibitastaðir á Akureyri:
Nings ***** (Fyrsta flokks veitingastaður sem opnar væntanlega á næstu dögum, á besta stað á Akureryri, Sushi bakkar, réttur 66 í sérstöku uppáhaldi og karrýsósan klikkar ekki)
Búllan**** (Bestu hamborgarar á Íslandi en þó tapar einni stjörnu af því það vantar Tomma á svæðið, maðurinn er snillingur)
Dómínos***1/2 (Pizzurnar eru alltaf eins, maður veit að hverju maður gengur, stundum svolítið tilbreytingalaust en kjúklingavængirnir eru namminamm..)
TicTac*** (Ekta Akureyrískur skyndibiti, góður eftir djamm en banvænn í aðhaldi!)
Samkaup v/ Hrísalund*** (Ekta ömmumatur í hádeginu, mæli með kjötbollum í brúnni með kartöflum og rauðkáli)
Lindin**1/2 (Ágætis matur, fæ samt alltaf á tilfinninguna eins og ég sé að borða Frechetta pizzu þega ég fæ mér pizzu en hamb. og annað er gott)
Greifinn** (Pizzur frekar slepjulegar, samt ok )
Subway** (Ekkert spes/alltaf eins og yfirleitt frekar léleg þjónusta)
Hagkaup** (Kjúklingur í neyð, blautar franskar)
Pengs* (Fallegur staður, góð þjónusta en vantar eitthvað upp á mat, karrýsósan er ekki spes)
Crown chicken :( (Fær fýlukall fyrir lélega þjónustu og þurran kjúkling, ég hef gefið þessum stað of mörg tækifæri og alltaf hef ég fengið gelgjulega þjónustu, oftast vitlausa pöntun og án undantekninga of þurran kjúkling)
Eina sem vantar núna í sveitina er KFC. Helgi þú verður að bjarga þessu!
þriðjudagur, febrúar 13, 2007
föstudagur, febrúar 09, 2007
Áhugaverð fyrirsögn og grein í Viku Degi í dag:
"Akureyringar nýti sér andúð á aðkomumönnum"
Í greininni talar Hólmkell Hreinsson um að það sem sé sérstakt við Akureyri og Akureyringa er hversu mikla andúð þeir hafa á aðkomufólki og það ætti að nýtast þeim í verkefninu um að koma Akureyri í "Slow city" flokkinn sem þykir ákaflega nýmóðins og eftirsóknarverður titill fyrir lítil krummaskuð hvar sem þau eru í heiminum. Akureyri er nú víst nógu mikill svefnbær eða eins og ég myndi kalla "sleep city" að það sé ekki líka verið að bæta á hann viðurnefninu "slow city". Þetta er ekki til framdráttar fyrir Norðlendinga sem haga sér eins og Thaílendingar, hópa sig saman í lokaða hópa og er ílla við að mingla við annað fólk. Mér líst hreinlega betur á að Akureyringar komi út úr skápnum og skammist sín fyrir að hafa andúð á aðkomumönnum og reyni að ná titlinum "friendly city" það myndi væntanlega auka ferðamannatraffíkina og ferðamenn myndu ekki bara stoppa til að renna sér niður Hlíðarfjall heldur kynnast Akureyrískri menningu sem er búin að liggja í dvala of lengi.