föstudagur, desember 21, 2007
fimmtudagur, nóvember 01, 2007
þriðjudagur, október 09, 2007
Þar sem ég hef verið hræðilegur bloggari undanfarið ætla ég að reyna að bæta það upp með slúðurfærslu:
1. Slúður no1.
Ég hef gengið í klúbb með Nicole Richie og Christinu Aguilera, sem gerir mig ekki að konu einsamalli!
2. Slúður no2.
Jodie Foster kíkti á hótelið okkar með fjölskyldunni sinni í sumar og borðaði mikla súrmjólk með sultu. "She really liked Iceland"
3. Slúður no3.
Leikritið Fló á skinni sem frumsýnt verður í desember á Akureyri er pjúra sannsögulegt!! Búið ykkur undir uppljóstrun leyndarmála frá "Sveitasetrinu Sveinbjarnargreiða" (sem btw er algjört undercovernafn) í Eyjafirðinum.
4. Slúður no4.
Nings á Akureyri framleiðir heilsurétti sem grenna fólk, því meira sem þú borðar, því meira grennist þú!! -- Til hvers að hoppa í ræktinni??
5. Slúður no5.
Blágrýtisklæðning manningarhússins á Akureyri er feik!! Klæðningin er búin til úr bræddum plastflöskum sem finnast á Ráðhústorginu á föstud. og laugard. kvöldum. Pólverjar voru fengnir til verksins.
Blesssssssss... SSSSSweetiesssssss!
fimmtudagur, apríl 05, 2007
Akureyrarveikin
Nú er Hólaferðin á enda og var náttúrlega ólýsanlega gaman þar eins og alltaf, ég náði að festa myndir á stafrænt form en þar sem tölvan mín þurfti að gefa upp öndina í vikunni hefur mér ekki gefist tími til að koma inn myndum frá ferðinni. Nú er páskatörnin að byrja á hótelinu og svo tekur við túristatíminn uppúr því og próflestur. S.l. daga hef ég nagað eina nögl á dag fyrir hvern dag sem ég næ ekki að lesa og á aðeins tvær eftir, semsagt komin tími á að opna bækur. Annars er mín daglega klukka einhvað biluð því að um klukkan 17 á daginn er ég uppgefin af þreytu en svo um 21 er ég glaðvakandi og næ ekki að sofna fyrr en um 1 á nóttinni og á þessum tíma er ég ráfandi um og veit ekki hvað gera skal samt er ég rauð í augunum af þreytu og sleni... en ekki möguleiki að ég nenni að opna skólabækurnar. Hvað haldið þið að sé málið?
Síþreyta?
Pjúra leti?
Ofvirkni?
Eyrðaleysi?
Elli?
miðvikudagur, mars 21, 2007
Í sveitinni er allt að gerast og er eyrin sem kennd er við Akur að verða mjög fýsilegur staður til að búa á. Átak - líkamsræktarstöð hefur bjargað sálarlífi sveitavargsins sem var byrjaður að ganga fjöll í geðveiki sinni og talið er að hann hafi verið komið langleiðina til Reykjavíkur í einni slíkri ferð. Sveitavargurinn vaknar nú fyrir allar aldir og ræktir líkamann í 2 klst. á dag og fær sér svo orkuboost sem frískar upp á kroppinn. Nings hefur einnig fært bros á andlit Sveitavargsins sem elskar austurlenskan mat í tíma og ótíma.
Sveitavargurinn fer í óopinbera heimsókn til Baunalands í lok maí með fríðum flokki kvenna og verður þar verslað og sullað og að sjálfsögðu borðað mikið smörrebröd. Sveitavargurinn mun einnig heimsækja námsmenn í Aarhus og þá sérstaklega Sys sem áætlar kokteil-boð í tilefni heimsóknarinnar auk þess sem rædd verða helstu mál líðandi stundar.
Nú fer að líða að tíma alræmdu vorboðanna, eða ferðamannanna og mun Sveitavargurinn taka á mót fyrsta hóp Bandaríkjamanna í lok apríl. Mr. Jones verður fjarri öllu góðu gamni, við veiði í Minnivallalæk.
Senn koma páskar sem kalla aðeins á eitt hjá fjölskyldu Sveitavargsins: Skíði, lambahryggur að hætti pa & mö, stórt páskaegg, mjólkurglas og nokkrar ræmur eða skemmtilegar bækur til lestrar. Sem sagt sukk og svínarí um páskana í sveitinni.
laugardagur, mars 10, 2007
Myndir frá viðburðinum:
Alda að tala við móður sína á afar vandræðalegu mómenti :))
Þetta varð ákaflega listrænt kvöld
Við hönnuðum meira að segja okkar eigin skartgripalínu, aldagugga-design. Þarna er ég að módelast fyrir okkur.
Skvísan komin í gírinn
Alveg að komast í gírinn
Usssss....
Kollumynd af Öldu
Kollumynd af síldinni